Það voru tveir leikir spilaðir í Þungavigtarbikar karla í dag og þar á meðal grannaslagur í Kórnum.
Breiðablik fór illa með HK í þessum leik þar sem Patrik Johannesen skoraði tvö fyrir Íslandsmeistarana og einnig Tómas Orri Róbertsson.
Hassan Jalloh skoraði eina markið fyrir HK í tapinu.
Annar leikur fór fram í sömu keppni en þar vann Keflavík sannfærandi sigur á liði ÍBV.
Frans Elvarsson, Ari Steinn Guðmundsson og Ásgeir Páll Magnússon gerðu mörk Keflvíkinga í 3-0 sigri.