Jose Mourinho, stjóri Roma, segist hafa hafnað því að taka við portúgalska landsliðinu af Fernando Santos.
Roberto Martinez hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Portúgals og tekur við af Santos sem vann EM 2016.
Samkvæmt Daily Mail þá vildu leikmenn Portúgals fá Ronaldo inn en hann hafði ekki áhuga á starfinu að eigin sögn.
,,Sú staðreynd að forseti knattspyrnusambandsins hafi sagt að ég hafi ekki verið númer eitt, sem var hans ákvörðun, gerir mig stoltann,“ sagði Mourinho.
,,Það var hins vegar ég sem ákvað að fara ekki. Ég er hér og það er það sem skiptir máli.“