Lið Newcastle ætlar að hafa betur gegn Arsenal í baráttunni um miðjumanninn öfluga Sergej Milinkovic-Savic.
Það eru ítalskir miðlar sem greina frá þessu en Arsenal hefur verið að eltast við Sergej í þessum mánuði.
Arsenal vonaðist til að fá Sergej á láni út tímabilið og svo kaupa hann endanlega fyrir 44 milljónir punda í sumar.
Moldríkt félag Newcastle hefur þó einnig áhuga á miðjumanninum og er tilbúið að borga mun hærri upphæð og svakalegan bónus ef hann skrifar undir.
Newcastle er reiðubúið að borgba 53 milljónir punda til Lazio fyrir leikmanninn sem myndi fá 10 milljónir punda fyrir að skrifa undir.
Newcastle er með mun meira á milli handanna en Arsenal og ef Sergej eltir peningana mun hann enda hjá því fyrrnefnda.