Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur gefið í skyn að Joelinton verði ekki með liðinu á morgun gegn Fulham.
Newcastle er komið í toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og þarf á Joelinton að halda sem hefur verið frábær á tímabilinu.
Brasilíumaðurinn var hins vegar stöðvaður drukkinn við stýri í vikunni og mætir fyrir dómara þann 26. janúar.
Talið er góður möguleiki á því að Joelinton verði refsað og að hann spili ekki leikinn gegn Fulham.
,,Þetta kom verulega á óvart og staðan er mjög erfið. Joe sér mjög eftir þessu og var miður sín á fimmtudaginn, ég held hann átti sig á hversu alvarleg staðan er,“ sagði Howe.
,,Ég get ekki farið út í mörg smáatriði en hann veit af sinni ábyrgð. Við erum hér til að styðja hann en við skiljum líka stöðu félagsins og hversu alvarlegt þetta mál er.“