Liverpool steinlá í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Brighton á útivelli.
Liverpool var að tapa sínum öðrum leik í röð en liðið lá 3-1 gegn Brentford í síðustu umferð einnig úti.
Brighton lyfti sér upp fyrir Liverpool í deildinni með 3-0 sigri en þeir rauðklæddu sitja í 8. sæti með aðeins 28 stig úr 18 leikjum.
Frank Lampard gæti hafa stýrt sínum síðasta leik með Everton er liðið tapaði 2-1 heima gegn Southampton.
Southampton er botnlið deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Everton eftir sigurinn.
Annað lið er einnig með 15 stig eða West Ham sem tapaði gegn Wolves. Nottingham Forest vann þá frábæran 2-0 heimasigur á Leicester.
Brighton 3 – 0 Liverpool
1-0 Solly March(’47)
2-0 Solly March(’53)
3-0 Danny Welbeck(’81)
Everton 1 – 2 Southampton
1-0 Amadou Onana(’39)
1-1 James Ward-Prowse(’46)
1-2 James Ward-Prowse(’78)
Nott. Forest 2 – 0 Leicester City
1-0 Brennan Johnson(’56)
2-0 Brennan Johnson(’85)
Wolves 1 – 0 West Ham
1-0 Daniel Podence(’48)