Það getur allt gerst í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Brighton tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er fyrir leikinn með aðeins einu meira stigi en Brighton sem hefur gert góða hluti undir Roberto de Zerbi.
Liverpool tapaði síðasta leik sínum 3-1 gegn Brentford en Brighton var sannfærandi í 4-1 sigri á Everton.
Það er enginn Virgil van Dijk með Liverpool í dag vegna meiðsla en byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool: Allison, Alexander-Arnold, Konate, Matip, Robertson, Fabinho, Henderson, Thiago, Oxlade-Chamberlain, Gakpo, Salah
Brighton: Sanchez, Dunk, Colwill, Estupinan, Caicedo, Mac Allister, Gross, March, Lallana, Mitoma, Ferguson