fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgis fokvondur út í sósíalistann Andra og það er gagnkvæmt – „Þú ert alveg farinn“

Eyjan
Laugardaginn 14. janúar 2023 14:13

Andri Sigurðsson og Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að allt logi stafna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, miðpunktur þeirra hjaðningavíga. Eins og alþjóð veit er Sólveig og hennar stuðningsfólk  afar ósátt við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, vegna þess að Vilhjálmur kaus ásamt sínu fólki að ganga til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og gera þar með samningustöðu Eflingar erfiðari.

Einn helsti stuðningsmaður Sólveigar er sósíalistinn Andri Sigurðsson, sem eitt sinn þáði ríflega verkatakalaun hjá Eflingu fyrir að setja upp heimasíðu félagsins, en málið vakti mikla athygli fjölmiðla. Eins og margir aðrir í ranni Sólveigar finnur hann Vilhjálmi flest til foráttu og upp úr sauð á samfélagsmiðlum í gær.

„Lágkúran nær nýjum hæðum“

Þá hæddist Andri að Vilhjálmi með því að birta neðangreinda mynd á Facebook-síðu sinni.

Færsla Andra olli usla

Vilhjálmi Birgissyni var ekki skemmt yfir þessu skoti og sérstaklega því að Sólrún Anna setti hláturkall við færsluna. „Lágkúran nær nýjum hæðum,“ skrifaði Vilhjálmur í athugasemd og þá upphófust hvöss orðaskipti.

„Og árásir þínar á verkafólk undanfarið eru ekki lágkúra? Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þú værir á launum hjá SA. Ef það er einhver sem á að skammast sín ert það þú fyrir svik þín við málstaðinn og verkafólk,“ skrifaði Andri.

Vilhjálmur greip þessi orð Andra á lofti og skaut af krafti tilbaka. „Nei Andri minn, ég er ekki á launum hjá SA en ert þú ekki búinn að vera „aðeins“ á launum hjá Eflingu?“ skrifaði Vilhjálmur.

„Einmitt … ég skil, þú ert alveg farinn“

„Þú veist alveg að ég var verktaki hjá Eflingu, enda var fjallað um það í miðlum líkt um glæp hafi verið að ræða. En ég hef aldrei verið starfsmaður Eflingar en hef alltaf stutt Sólveigu og b-listann. Alveg frá byrjun. Þú hinsvegar ert á launum frá félagsfólki Eflingar á meðan þú leggur steina í götu baráttunnar,“ skrifaði Andri á móti.
Vilhjálmur krafði þá Andra frekari svara um upphæð greiðslunnar, sem var yfir 20 milljónir og skýringar á henni og þá fauk í Andra.
„Einmitt … ég skil, þú ert alveg farinn. Það sem þið skiljið ekki er að stór hluti fólks sér núna hverskonar maður þú ert. Þið eigið enga leið til baka úr þessu nema að biðjast afsökunar á framgöngu ykkar. Róttækt verkafólk og aðrir sem styðja baráttu Eflingar eiga ekki eftir að fyrirgefa ykkur neitt á næstunni,“ skrifaði Andri og bætti svo við þegar Vilhjálmur furðaði sig á skrifum hans.
„…Ég er svo hissa á framferði þínu og svikum. Þú vissir auðvitað alveg að ég var verktaki hjá Eflingu og að ég hafi stutt Sólveigu Önnu frá byrjun og mun alltaf gera enda eini verkalýðsleiðtoginn sem er með eitthvað plan, hefur einhverja hugmyndafræði til að byggja á, og þorir að berjast. Annað en þið sem hafið lagst flatir fyrir auðstéttinni í SA. Eftir á að hyggja efast ég um að þú vitir einusinni hvað róttæk verkalýðsbarátta sé. Ég sé núna að stuðnigur þinng við Sólveigu var aðeins tækifærismennska. Öll þín barátta virðist einmitt byggja á innantómri tækifærirmennsku. Framganga þín undanfarna daga hefur afhjúpað þig sem andstæðing róttækrar baráttu,“ skrifaði Andri.

Aðstoð barst að norðan

Vilhjálmur átti í vök að verjast í rifrildinu en þá mætti Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, til leiks og tók til varna. Hann benti á að Vilhjálmur hafi barist fyrir formannskjöri Sólveigar í Eflingu þegar flestir hafi lagst gegn því og að hún hafi treyst á stuðning hans sem og stuðning Aðalsteins.

„Því miður er Sérsveit Eflingar í svörtu jökkunum ekki alveg með þetta á hreinu enda ekki með söguna á hreinu.😂 Þau munu átta sig á því síðar, það þarf bara að gefa þeim smá tíma til að ná áttum,“ skrifaði Aðalsteinn og skaut svo fast á Andra og aðra stuðningsmenn Sólveigar.

„Þegar ég sé ykkur upphefja framkvæmdastjóra Afls [Sverrir Albertsson] sem hefur alla tíð unnið gegn Sollu og Eflingu verður mér óglatt. Hann barðist gegn kjöri Sollu á þingi SGS og ASÍ. Skoðaðu undirskriftarlistana? Meðan við Villi unnum 24/7 að því að koma Sollu að. Þess vegna er ég löngu hættur að skilja hvernig þið getið talað niður ykkar helstu stuðningsmenn í gegnum tíðina, er ekki allt í lagi? Við getum verið ósammála en tökumst á málefnalega. Ekki hrauna yfir ykkar bestu bandamenn. Hafðu í huga að bæði ég og Villi stöndum báðir mjög sterkt innan okkar stéttarfélaga. Reyndar leiðum við ein öflugustu stéttarfélög landsins svo vitnað sé í kannanir,“ skrifaði Aðalsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“