Casemiro, leikmaður Manchester United, var kokhraustur áður en hann gekk í raðir félagsins í sumar.
The Telegraph greinir frá þessu og segir að Casemiro hafi sagt umboðsmanni sínum að senda skilaboð á stjórn Man Utd fyrr í vetur.
Það var ákvörðun sem Casemiro tók eftir 4-0 tap Man Utd gegn Brentford og var útlitið svart til að byrja með.
,,Segið þeim að ég muni redda þessu,“ sagði Casemiro við umboðsmann sinn og hafði hann ekki rangt fyrir sér.
Eftir komu Casemiro frá Real Madrid hefur gengi liðsins batnað verulega en spænska félagið vildi ekki losna við hann.
Casemiro kostaði 70 milljónir punda og hefur lengi verið talinn einn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.