Það var afar fallegt að sjá framherjann Sebastian Haller skora þrennu fyrir lið Borussia Dortmund í vikunni.
Haller greindist með krabbamein í eista á síðasta ári og hefur gengist undir lyfjameðferð sem heppnaðist.
Haller kom til Dortmund frá Ajax í Hollandi og voru miklar væntingar bundnar við hann í fremstu víglínu.
Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður sneri aftur í vikunni og skoraði þrennu á aðeins sjö mínútum í vináttuleik gegn Fortuna Dusselforf.
Haller er 28 ára gamall en hann skoraði mörk sín á 81. mínútu, 86 og svo 87 og hefur fengið mikinn stuðning á samskiptamiðlum.
Hann vonar að það líði ekki langur tími þar til hann geti spilað sinn fyrsta keppnisleik fyrir Dortmund í langan tíma.