Eiginkona Thiago Silva, leikmanns Chelsea, hefur skotið föstum skotum á liðsfélaga hans hjá félaginu.
Gengi Chelsea hefur verið skelfilegt á tímabilinu og tapaði liðið gegn Fulham 2-1 á fimmtudaginn.
,,Ef það væri einn Thiago Silva í sókninni, einn á miðjunni og það sem við erum nú þegar með í vörninni...“ skrifaði eiginkona hans Belle á Twitter.
Belle er þar að skjóta föstum skotum á leikmenn Chelsea og telur þá ekki standa fyrir sínu annað en eiginmaðurinn.
Hún hefur í heildina ekki rangt fyrir sér en Silva hefur alls ekki verið einn af slökustu leikmönnum Chelsea á tímabilinu.
Chelsea hefur tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum og er eitthvað mikið að í búningsklefa liðsins.