fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sölvi Snær leggur skóna á hilluna í bili – ,,Einstaklega góður drengur“

Victor Pálsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 21:41

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Snær Guðbjargarson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í bili en þetta kemur fram í tilkynningu Breiðabliks í kvöld.

Um er að ræða leikmann sem er fæddur árið 2001 en hann hefur verið töluvert meiddur undanfarna mánuði.

Sölvi lék áður með Stjörnunni en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir um tveimur árum síðan.

Tilkynning Breiðabliks:

Sölvi Snær Guðbjargarson hefur ákveðið að taka sér frí frá knattspyrnu næstu misserin og hefur knattspyrnudeild Breiðabliks orðið við þeirri ósk.

Sölvi Snær kom til Breiðabliks frá Stjörnunni í maí 2021 og er með samning við Breiðablik til október 2024.

Sölvi sem er fæddur árið 2001 hefur leikið 21 leik í deild og bikar fyrir Breiðablik og skorað í þeim 3 mörk, auk þess að hafa tekið þátt í 3 Evrópuleikjum fyrir félagið.

Um ákvörðun Sölva hafði Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki þetta að segja:„Sölvi kom að máli við okkur Óskar Hrafn í upphafi vikunnar og tjáði okkur að hann óskaði eftir að taka sér hvíld frá knattspyrnu, þar sem að hann teldi sig ekki geta gefið 100% af sér til verkefnisins. Þaðan fór erindið inn á mitt borð og höfum við Sölvi rætt málið og niðurstaðan er þessi. Sölvi fær leyfi frá æfingum og keppni hjá félaginu á meðan þetta er staðan, en honum er velkomið að byrja aftur hjá okkur ef staða mála breytist, enda Sölvi hæfileikaríkur leikmaður og einstaklega góður drengur sem er vel liðinn af öllum í félaginu. Sölvi hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom í Breiðablik og hefur ekki alveg náð samfellu í æfingum og keppni. Hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans.“

Sölvi Snær hafði þetta um ákvörðun sína að segja: “Ég er búinn að vera að glíma við endurtekin meiðsli í langan tíma og hefur fundist erfitt að gíra mig upp og gefa mig 100% vitandi að líkaminn væri ekki í standi til þess. Mér hefur liðið mjög vel í Breiðabliki og fannst heiðarlegast gagnvart þjálfurunum, liðsfélögunum og félaginu að koma hreint fram og óska eftir að fá hvíld. Hvað tekur við, veit ég ekki en ég ætla að byrja á því að reyna að ná mér meiðslalausum og sjá hvort að neistinn komi aftur. Hvort ég muni snúa aftur á þessu ári eða seinna verður tíminn að leiða í ljós.
Ég er þakklátur félaginu fyrir að hafa mætt ósk minni af skilningi og fundið lausn á þessarri óvenjulegu beiðni minni.“

Breiðablik þakkar Sölva í bili og óskar honum velfarnaðar, vonandi sjáum við hann aftur á vellinum. 💚

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford

Staðfestir að Ruben Amorim vilji losna við Rashford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu

Réttarhöldum yfir City formlega lokið – Nú er beðið eftir niðurstöðu
433Sport
Í gær

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar

Fyrsta svona námskeiðið á Íslandi haldið – Hefst í janúar
433Sport
Í gær

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert

Lið ársins í fótboltanum árið 2024 opinberað – Margt áhugavert