fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Arsenal gefst ekki upp og leggur fram enn eitt tilboðið

Victor Pálsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 21:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er ekki að gefast upp á að fá vængmanninn Mykhaylo Mudryk og hefur lagt fram nýtt tilboð í leikmanninn.

Arsenal er með Mudryk efst á sínum óskalista en hann spilar með Shakhtar Donetsk í Úkraínu.

Hingað til hefur Shakhtar hafnað tveimur tilboðum frá Arsenal sem neitar að gefast upp í baráttunni.

Fyrsta tilboð Arsenal hljómaði upp á 57 milljónir punda en liðið hefur nú boðið 62 milljónir og er það upphæð sem gæti hækkað.

Shakhtar er opið fyrir því að selja leikmanninn en vill fá sem mest fyrir sinn besta sóknarmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe