Arsenal er ekki að gefast upp á að fá vængmanninn Mykhaylo Mudryk og hefur lagt fram nýtt tilboð í leikmanninn.
Arsenal er með Mudryk efst á sínum óskalista en hann spilar með Shakhtar Donetsk í Úkraínu.
Hingað til hefur Shakhtar hafnað tveimur tilboðum frá Arsenal sem neitar að gefast upp í baráttunni.
Fyrsta tilboð Arsenal hljómaði upp á 57 milljónir punda en liðið hefur nú boðið 62 milljónir og er það upphæð sem gæti hækkað.
Shakhtar er opið fyrir því að selja leikmanninn en vill fá sem mest fyrir sinn besta sóknarmann.