Brendan Rodgers segist ekki vera neinn töframaður og að hann sé eðlilega í vandræðum með að halda Leicester City í Evrópubaráttu.
Leicester hefur verið í miklu basli á þessu tímabili en liðið hefur undanfarin ár barist í efri hluta deildarinnar.
Nú eru þó önnur lið byrjuð að eyða mun meira en Leicester og er Rodgers ekki með mikið á milli handanna.
Rodgers segir að það sé eðlilegt að Leicester sé að dragast aftur úr miðað við eyðslu félagsins upp á síðkastið.
,,Ég tel að ég sé nokkuð fínn þjálfari en ég er enginn töframaður,“ sagði Rodgers.
,,Ef þú horfir á það sem við höfum eytt miðað við sölur síðan ég kom hingað, ég held að það séu um 10 muilljónir punda á þremur og hálfu ári.“
,,Berðu það saman við okkar keppinauta eins og Aston Vonna, West Ham, Newcastle, þetta eru yfir 250 milljónir. Munurinn er mikill.“