fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sjáðu myndbandið: HM karlinn missti sig í höllinni

Fókus
Föstudaginn 13. janúar 2023 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Björg­vin Brynj­ólfs­son hefur fengið viðurnefnið „HM-karlinn“ fyrir viðbrögð sín og innlifun yfir landsleikjum Íslands. Viðurnefnið fékk hann þegar dóttir hans, Edda Mjöll Dungal Karls­dótt­ir, birti myndband af honum að horfa á leik Íslands og Tyrk­lands í undan­keppni HM í sjónvarpinu. Síðan þá hefur Edda birt fleiri myndbönd af ofsafengnum viðbrögðum föður síns yfir íþróttaleikjum sem slá yfirleitt rækilega í gegn. Í viðtali við mbl.is á sínum tíma útskýrði Edda að hún þyrfti að vera með falda myndavél því annars verður faðir hennar svo var um sig.

Upphaflega vildi Karl ekki ræða um myndbandið sem dóttir hans birti. Þegar blaðamaður mbl.is hringdi á sínum tíma sagði hann ekkert í 15 sekúndur en svo sagði hann einfaldlega: „Stelpan er að drepa mig.“ Edda útskýrði að honum hafi fundist hann fá of mikla athygli út af myndbandinu og því tók hún það út. Síðar fékk hún leyfi frá föður sínum til að birta myndbandið á ný og síðan þá hefur þeim fjölgað með hverju stórmótinu.

Í nýjasta myndbandinu horfir Karl þó ekki á leikinn í gegnum sjónvarpið. Hann og Edda gerðu sér nefnilega bæði ferð til Svíþjóðar og sáu Ísland leggja Portúgal í fyrsta leiknum á HM í handbolta. Að sjálfsögðu var Edda með myndavélina falda og náði viðbrögðum föður síns er hann missti sig enn á ný. „HM Karlinn lætur sig ekki vanta í Svíþjóð,“ skrifar Edda með myndbandinu sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok.

Myndbandið er stórskemmtilegt en það má sjá hér fyrir neðan:

@chuggeddaHM Karlinn lætur sig ekki vanta í Svíþjóð🤩🇮🇸♬ original sound – ChuggEDDA

Karl hefur náð að hefna sín á Eddu fyrir myndböndin en fyrir tæpum tveimur árum síðan auglýsti hann eftir mökum fyrir hana og bróður hennar, Kristófer. Í þessari óvenjulegu auglýsingu, sem stillt var upp á Glerártorgi á Akureyri, kom fram að systkinin væru í makaleit og að þau væru stödd á Akureyri um helgina vegna þess.

Lesa meira: Karl gerði börnum sínum grikk á Akureyri – Gekk þessi pabbabrandari of langt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram