fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Ræddu styrkina sem ríkið greiddi út í vikunni: „Við Eyjamenn vildum fá 100 millur en fengum ekki nema 28 milljónir“

433
Sunnudaginn 15. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rífandi stemming á Hringbraut á föstudagskvöld þegar Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins mætti og ræddi fréttir vikunnar hjá Benna Bó ásamt Herði Snævar Jónssyni, fréttastjóra íþrótta hjá Torgi.

Mennta- og barna­mála­ráð­herra út­hlutaði í vikunni 450 milljónum til í­þrótta­hreyfingarinnar vegna tekju­taps af völdum Co­vid. Af styrknum fara ríf­lega 112 milljónir til í­þrótta­fé­laga. Fékk ÍBV lang­mest, 27,4 milljónir eða nær fjórðung alls styrksins til fé­laganna.

Af heildar­upp­hæðinni fara rúm­lega 260 milljónir til sér­sam­banda, tæp­lega 21 milljón til æsku­lýðs­sam­taka og tæp­lega 55 milljónir til í­þrótta­héraða á borð við Í­þrótta­banda­lag Reykja­víkur. Knatt­spyrnu­sam­band Ís­land fékk hæsta fram­lagið að þessu sinni, 110 milljónir, helmingi meira en næsti styrk­þegi sem er Hand­bolta­sam­bandið með 54,7 milljónir króna.

„Við Eyjamenn vildum fá 100 millur en fengum ekki nema 28 milljónir, það var búið að lofa okkur 100 milljónum,“ sagði Hörður Snævar sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja.

„Þú þurftir að sýna fram á tekjutap, þú ætlaðir að halda mót, fjáröflun sem þér var bannað að halda.“

Umræðan er í heild hér að neðan.

Fréttavaktin 17. janúar
play-sharp-fill

Fréttavaktin 17. janúar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Ekki rétt að Liverpool hafi verið í sambandi við AC Milan

Ekki rétt að Liverpool hafi verið í sambandi við AC Milan
Hide picture