Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Aston Villa tekur þá á móti Leeds.
Villa er fyrir leikinn með 22 stig í 11. sæti deildarinnar en Leeds er með 17 í 14. sætinu.
Villa hefur verið á góðri siglingu undanfarið eftir komu Unai Emery sem tók við stjórastarfinu en Leeds hefur á sama tíma aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
ASTON VILLA: Martinez; Young, Konsa, Mings, Digne; J. Ramsey, Luiz, Kamara; Buendia, Watkins, Bailey
LEEDS UNITED: Meslier; Ayling, Struijk, Koch, Cooper; Adams, Roca; Aaronson, Harrison, Gnonto; Rodrigo