Það var rífandi stemming á Hringbraut á föstudagskvöld þegar Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins mætti og ræddi fréttir vikunnar hjá Benna Bó ásamt Herði Snævar Jónssyni, fréttastjóra íþrótta hjá Torgi.
A-landslið karla spilaði tvo leiki á dögunum, liðið gerði jafntefli við Eistland en tapaði með naumindum gegn Svíþjóð.
Knattspyrnusambandið hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á samfélagsmiðlum í þessu verkefni. Sambandið hefur verið áberandi með jákvæðum hætti.
Hvaða absolute king var sambandið að ráða? pic.twitter.com/BsOMG0UYJ5
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 12, 2023
Hörður Snævar sagði frá því að KSÍ hefði ekki verið að ráða neinn aðila í vinnu, heldur væri þetta hinn margreyndi Ómar Smárason sem er fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. „Það er enginn nýr maður í jobbinu, þetta er kóngurinn í fyrirtækinu. Ómar Smárason, hann er að stíga upp í leiknum,“ sagði Hörður.
„Afi gamli, eins og sumir kalla hann. Hann er að mæka upp Arnar Þór á æfingum og bara gefa vel í.“
Bjarn Helgason tók í sama streng. „Býr til jákvæða umræðu í kringum karlalandsliðið sem hefur ekki verið.“