fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Aðdáendur í sjokki yfir kynlífsjátningu The Chainsmokers – „Ég hélt að þeir væru bræður!“

Fókus
Föstudaginn 13. janúar 2023 14:45

Meðlimir The Chainsmokers. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmennirnir Andrew Taggart og Alex Pall eru dúóið á bak við vinsælu hljómsveitina The Chainsmokers.

Í einhver ár hafa margir aðdáendur haldið að þeir séu bræður, þrátt fyrir að deila ekki sama eftirnafni, en þeir mega eiga það að félagarnir eru frekar líkir í útliti.

Það kom aðdáendum því verulega á óvart þegar Andrew og Alex sögðust hafa farið í trekant saman, og ekki bara einu sinni.

Vinirnir í viðtali. Mynd/Spotify

Þeir sögðu frá þessu í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy á Spotify og hefur umrætt atriði úr þættinum farið eins og eldur í sinu um netheima.

„Ég held við vorum alveg: „Hvað í fjandanum gerðist eiginlega?“ Því þetta var aldrei planað,“ sagði Alex um trekantafjörið.

„Þetta er furðulegt, ætla ekki að ljúga því.“

Það kom síðan í ljós að þeir hafa farið í trekant oftar en einu sinni, en gáfu ekki upp nákvæma tölu.

Vinirnir sögðu að þetta hafi „bara gerst á þeim tíma sem við deildum hótelherbergi.“

„Í Evrópu eru hótelin með tvö rúm, en þau eru saman! Við vorum neyddir í þessar aðstæður,“ sagði Alex.

Eins og fyrr segir vakti kynlífsjátning þeirra mikla athygli og höfðu netverjar mikið um málið að segja.

Málið hefur ekki farið framhjá Andrew og Alex sem sögðust elska aðdáendur sína.

Þeir gerðu einnig grín að þessu í myndbandi á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by The Chainsmokers (@thechainsmokers)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?