Risafregnir hafa borist af íslenska kvennalandsliðinu því fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hefur lagt skóna á hilluna.
Hún staðfestir þetta með tilkynningu á samfélagsmiðlum.
Sara hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í sextán ár og algjör lykilmaður stóran hluta þeirra.
Alls á miðjumaðurinn að baki 145 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún hefur skorað 24 mörk í þeim.
Þá fór Sara með Íslandi í lokakeppni Evrópumóts fjórum sinnum: 2009, 2013, 2017 og í fyrra.
Sara er leikmaður Juventus á Ítalíu í dag.
„Eftir 16 ár með landsliðinu hef ég ákveðið að hætta. Þetta hefur verið algjör heiður en nú finnst mér tími til kominn að kveðja,“ segir Sara meðal annars í tilkynningu.
„Þetta hefur verið svakalegt ferðalag. Ég hef alltaf fyllst stolti þegar ég fer í bláu treyjuna.
Ég vil þakka KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum, leikmönnum og sjálfboðaliðum sem hafa verið með mér á þessu ferðalagi.“
Tilkynningin í heild er hér að neðan.