Þetta kemur fram í tilkynningu sem Oklahoma State Bureau of Investigation (OSBI) sendi frá sér. Einnig kemur fram að kona hafi verið handtekin vegna málsins.
Málið hófst á þriðjudaginn þegar póststarfsmaður sá litla stúlku aleina á gangi í bænum. Hann tilkynnti lögreglunni strax um málið og kom þá í ljós að þetta var fimm ára stúlka, eldri systir Athena. Eftirgrennslan leiddi í ljós að stúlkan og Athena áttu að vera í gæslu hjá Alysia Adams, 31 árs.
En á einhvern hátt hurfu stúlkurnar úr gæslunni og síðan hefur ekkert spurst til Athena og leit að henni hefur ekki skilað neinum árangri.
OSBI handtók Alysia Adams í gær en hún er grunuð um vanrækslu við umönnun systranna.
Vegna rannsóknarinnar hefur OSBI stöðvað alla meðhöndlun sorps í Cyril til að hægt sé að leita í því og einnig er verið að fara yfir upptökur eftirlitsmyndavéla.
NBC News segir að lögreglan hafi annars ekki veitt miklar upplýsingar um málið og þegar fréttamaður hafi spurt fulltrúa hennar á fréttamannafundi hvort foreldrar systranna hafi verið heima þegar þær hurfu var svarið að nú væri áherslan á að finna Athena. Það að finna þá sem bera ábyrgð á þessu, sé síðara tíma verkefni, fyrst verði að finna Athena.
Eldri stúlkan er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda.