fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hvar er Athena? Hafa stöðvað alla meðferð sorps og leita af krafti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 22:00

Athena Brownfield

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll meðferð sorps hefur verið stöðvuð í bænum Cyril í Oklahoma í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því er að lögreglan er að leita að Athena Brownfield, fjögurra ára, sem hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Oklahoma State Bureau of Investigation (OSBI) sendi frá sér. Einnig kemur fram að kona hafi verið handtekin vegna málsins.

Málið hófst á þriðjudaginn þegar póststarfsmaður sá litla stúlku aleina á gangi í bænum. Hann tilkynnti lögreglunni strax um málið og kom þá í ljós að þetta var fimm ára stúlka, eldri systir Athena. Eftirgrennslan leiddi í ljós að stúlkan og Athena áttu að vera í gæslu hjá Alysia Adams, 31 árs.

En á einhvern hátt hurfu stúlkurnar úr gæslunni og síðan hefur ekkert spurst til Athena og leit að henni hefur ekki skilað neinum árangri.

OSBI handtók Alysia Adams í gær en hún er grunuð um vanrækslu við umönnun systranna.

Alysia Adams

 

 

 

 

 

 

Vegna rannsóknarinnar hefur OSBI stöðvað alla meðhöndlun sorps í Cyril til að hægt sé að leita í því og einnig er verið að fara yfir upptökur eftirlitsmyndavéla.

NBC News segir að lögreglan hafi annars ekki veitt miklar upplýsingar um málið og þegar fréttamaður hafi spurt fulltrúa hennar á fréttamannafundi hvort foreldrar systranna hafi verið heima þegar þær hurfu var svarið að nú væri áherslan á að finna Athena. Það að finna þá sem bera ábyrgð á þessu, sé síðara tíma verkefni, fyrst verði að finna Athena.

Eldri stúlkan er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi