fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Dönsku heimsmeistararnir halda ekki vatni yfir íslenska liðinu – „Frábært lið sem getur farið alla leið“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 07:05

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hóf leik á HM í gærkvöldi og vann góðan sigur á liði Portúgal. Margir hafa eflaust velt fyrir sér hver staða landsliðsins sé, hversu sterkt það er. Í erlendum fjölmiðlum hafa sérfræðingar látið hafa eftir sér að þeir hafi mikla trú á íslenska liðinu og telja það líklegt til afreka á næstu árum.

Í gær birti Danska ríkisútvarpið (DR) umfjöllun um landsliðið og ræddi við Nikolaj Jacobsen, þjálfara heimsmeistara Dana, og leikmenn danska liðsins um mótið og hverjir séu líklegastir til afreka. Óhætt er að segja að Ísland sé ofarlega í huga þeirra.

Jacbosen sagðist sjá marga spennandi takta hjá íslenska liðinu. „Í þetta sinn höfum við „the usual suspects“ meðal þeirra sigurstranglegustu: Svíþjóð, Frakkland, Spán og Danmörku. Og síðan höfum við Ísland. Þetta eru þau fimm lönd sem eiga mestan möguleika á að sigra á HM,“ sagði hann og bætti síðan við:

„Það eru ekki mörg lönd sem hafa miðju eins og Ísland, þeir eru með góða hornamenn og svo er hinn mjög svo hæfileikaríki markmaður þeirra, Viktor Gísli Hallgrímsson, orðinn enn betri og stabílli. Þeir hafa einnig duglega og vinnusama línumenn, svo þeir hafa allt sem þarf til að ná langt. Þess vegna geta þeir einnig náð alla leið.“

Þessari skoðun deilir Mathias Gidsel, ein af stóru stjörnum heimsmeistaranna, með þjálfara sínum. Hann sagðist hissa á hversu fáir tali um Ísland sem lið sem eigi möguleika á heimsmeistaratitlinum: „Þetta er frábært lið í mjög góðu formi. Gísli Þorgeir Kristjánsson er hugsanlega heitasti leikmaðurinn í heiminum í dag. Þetta er mjög, mjög gott lið og það verður óþægilegt fyrir marga.“

Varnarjaxlinn Henrik Møllgaard sagðist varla geta beðið eftir að sjá Ísland spila sinn fyrsta leik: „Þetta er svo sannarlega það lið sem ég hlakka mest til að sjá á HM. Þeir voru virkilega spennandi áður en kórónuveiran eyðilagði EM fyrir þeim á síðasta ári. Ég hlakka virkilega til að sjá þá á þessu ári. Þeir, sem eiga að draga vagninn fyrir Ísland, það eru allra, allra bestu handboltahausarnir.“

Lasse Møller hafði einnig bara jákvæða hluti að segja um liðið: „Þeir hafa hæfileikann til að setja eitthvað saman sem ég veit ekki hvernig þú átt að geta tekist á við. Það eru engir veikleikar í þessu liði. Spurningin er bara hvort þeir halda þetta út alla leið því hópurinn er lítill. En það eru nokkrir farnir að koma upp sem geta stutt við þá, svo ég hlakka mjög til að fylgjast með þeim. Þeir geta allt. Svo þekkja íslensku leikmennirnir svo vel til hvers annars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur