Edinson Cavani, goðsögn Úrúgvæ, segir að dómarinn Daniel Siebert eigi skilið að fara í fangelsi fyrir frammistöðu sína á HM.
Úrúgvæ mistókst að komast úr riðli sínum á HM í Katar en vann þó Gana í lokaleik sínum en var með verri markatölu en Suður-Kórea.
Leikmenn Úrúgvæ voru bálreiðir yfir dómgæslunni í þessum leik og sást Cavani til að mynda kýla einn VAR skjáinn á vellinum og yfir höfði sér leikbann vegna þess.
Frammistaða Siebert var mjög umdeilanleg í þessum leik og var Cavani langt frá því að vera sáttur með hans framlag.
,,Ef þeir dæma mig í bann fyrir að kýla í VAR skjáinn þá ætti þessi dómari að fá fangelsisdóm,“ sagði Cavani.
,,Það voru gerð svo mörg mistök með VAR og allar þessar myndavélar sem á að vera ómögulegt með svo marga dómara.“