Kalvin Phillips, leikmaður Manchester City, þarf að stíga upp ef hann vill festa sig í sessi sem leikmaður liðsins.
Þetta segir Jamie Redknapp, sparkspekingur Sky Sports, en hann sá Phillips spila í gær í 2-0 tapi gegn Southampton í deildabikarnum.
Phillips hefur upplifað erfiða tíma í Manchester síðan hann kom frá Leeds í fyrra og var þar einn af aðalmönnunum.
eg“ sagði Redknapp.
,,Hann var valinn í hópinn og ef þú ert valinn og ert ekki að spila leikina þá er erfitt að halda sér í leikformi.“
,,Hann er mættur aftur og hefur fengið gagnrýni frá sínum stjóra, staðan er erfið fyrir hann. Það sem mér líkaði mest við Phillips hjá Leeds var hversu aggressívur hann var og hreyfanlegur. Hann elti fólk á vellinum og var mjög ákafur.“
,,Nú er hann leikmaður Manchester City og hugsar með sér að hann þurfi að gera allt auðveldara, að vera passívari en áður. Það er ekki Kalvin Phillips fyrir mér.“
,,Hann þarf að fara aftur á byrjunarreit, að vera þessi miðjumaður sem hann var hjá Leeds. Hann þarf að vera grófari og elta fólk uppi.“
,,Það er það sem Pep Guardiola vill, eins og er þá er hann langt frá því að vera sami leikmaður.“