Svíþjóð 2 – 1 Ísland
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen(’30)
1-1 Elias Andersson(’85)
2-1 Jacob Ondrejka(’94)
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Svíum í kvöld en leikið var í Portúgal.
Um var að ræða æfingaleik í Portúgal en það vantaði margar stjörnur í bæði íslenska og sænska liðið.
Strákarnir okkar komust yfir í fyrri hálfleik er Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði er 30 mínútur voru komnar á klukkuna.
Sveinn Aron fékk tækifæri á vítapunktinum og klikkaði en náði frákastinu og skoraði.
Ísland var lengi með forystuna í leiknum en á 85. mínútu jafnaði leikmaður að nafni Elias Andersson fyrir Svía.
Það var svo á 94. mínútu í uppbótartíma sem Jacob Ondrejka komst á blað og sá um að tryggja þeim sænsku sigur, grátlegt eftir flotta frammistöðu.