fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Starfsmenn hallarinnar standa við eineltiskvartanir gegn Meghan

Fókus
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eineltisásakanir fyrrum starfsmanna Kensington-hallar standa á hendur hertogaynjunni Meghan Markle eru hvergi horfnar. En Valentine Low, höfundur bókarinnar Courtieres:IntrigueAmbitionand the Power Players Behind the House of Windsor, segir í samtali við Page Six að starfsmennirnir standi við ásakanirnar.

„Fólkið sem ég ræddi við halda sig við sína sögu og segja að Meghan hafi lagt það í einelti. Ég get ekki tjáð mig um sannleiksgildi þess, að sjálfsögðu, því ég var ekki á staðnum og hef ekki heyrt hlið Meghan. En heimildarmenn mín halda sig við sínar sögur.“

Times of London greindu frá því, rétt áður en Meghan og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, stigu fram í eftirminnilegu viðtali við Opruh, að framkoma hertogaynjunnar í þeirra garð hafi verið slík að þau hafi oft endað með tárin í augunum.

Greindu tveir starfsmenn frá því að eineltið hafi orðið svo slæmt að þeir hafi hrökklast úr starfi.

Höllin greindi síðar frá því að formleg rannsókn yrði hafin, en niðurstaða hennar yrði ekki opinberuð. Þetta sé talið vera sökum þess að konungsfjölskyldan vilji ekki setja olíu á eldinn í deilum þeirra við Meghan og Harry.

Í ævisögu sinni, Spare, heldur prinsinn því þó fram að Meghan hafi verið fyrirmyndar yfirmaður sem hafi athugað með starfsfólk sem var veikt og sent þeim körfur af mat eða blómum ef þau voru í erfiðleikum, þunglynd eða í veikindafríi.

Hún hafi líka keypt pizzur og kex, haldið te-veislur og ís-hittinga fyrir starfsmenn.

Valentine segir þó að að hans mati sé það ekki „hræðilegt“ að þau hjónin séu ekki lengur starfandi hluti af konungsfjölskyldunni.

„Þetta minnti á skilnað. Það eru erfiðir skilnaðir og svo eru vinalegir skilnaðir. Þessi var einstaklega erfiður og það þurfti ekki að vera þannig. Hluti sakarinnar liggur á Harry og Meghan. Ég tel að þau hafi komið fram eins og unglingar. Ég held að þau séu þröngsýn og þrjósk. Þau áttu ekki vel saman við konungsfjölskylduna. Ég hugsa líka að konunglega heimilishaldið, sem er stofnun sem hafi ekki tekið þessu vel því þau voru óundirbúin. Þetta hefði mátt gera í mun meiri sátt. Þetta þurfti ekki að vera svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone