KSÍ hefur ráðið Þórodd Hjaltalín til starfa á innanlandssvið á skrifstofu KSÍ og hefur hann þegar hafið störf. Þóroddur starfaði tímabundið fyrir KSÍ á síðasta ári en hefur nú verið fastráðinn.
Á meðal verkefna hans má nefna stefnumótun í dómaramálum, fræðslu- og útbreiðslustarf og fjölgun dómara og þar á meðal sérátak í fjölgun kvenkyns dómara, auk annarra verkefna.
Þóroddur á að baki langan feril sem knattspyrnudómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi, auk þess að hafa setið í stjórn KSÍ og gegnt formennsku í dómaranefnd.