Pierre-Emerick Aubameyang vonast til þess að geta gengið aftur í raðir Barcleona nú í janúar aðeins fjórum mánuðum eftir að Chelsea keypti hann.
Framherjinn frá Gabon kom frá Barcelona í ágúst en Thomas Tuchel keypti hann til félagsins.
Tuchel var rekinn úr starfi nokkrum dögum eftir að Aubameyang kom og Graham Potter tók við.
Potter hefur ekki mikið álit á Aubameyang sem var á dögunum settur inn sem varamaður og kippt af velli í sama leiknum.
Eftir að hafa spilað með Barcelona í upphafi tímabils má hann aðeins ganga aftur í raðir Börsunga, önnur félög eru ekki í boði samkvæmt reglum FIFA.
Miðlar á Spáni segja að Aubameyang sé til í að lækka laun sín hressilega til að komast aftur til Katalóníu. Barcelona reynir að koma Memphis Depay til Atletico Madrid og þá opnast dyrnar aftur fyrir Aubameyang.
Aubameyang hefur ekki byrjað leik hjá Chelsea frá því í nóvember og koma Joao Felix gerir stöðu hans enn verri.