fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ólöf Tara svarar Begga Ólafs – „Það er enginn að tala um þig persónulega“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil sjá að fjölmiðla draga orð BÓ til ábyrgðar. Hann afneitar þriðju vaktinni og þal niðurstöðum hennar. Hvernig hefur umræða um þriðju vaktina bein áhrif á vanlíðan drengja Beggi?“

Svona hefst þráður sem Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og stjórnarkona í Öfgum, skrifar á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Tilefnið er viðtal Íslands í dag við fyrirlesarann og doktorsnemann Bergsvein Ólafsson, sem iðulega er kallaður Beggi Ólafs. Í viðtalinu talaði Beggi til að mynda um að það væru vond skilaboð til ungra drengja að tala um eitraða karlmennsku. Hann ræddi um bók sem hann var að gefa út sem fjallar um karlmennskuna, en hann heldur því fram að karlmenn þurfi að fá að vera karlmenn.

Beggi hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir þessa afstöðu sína og var engin undantekning gerð á því í kjölfar þessa viðtals. Gagnrýnisraddir voru fljótar að láta til sín heyra á Twitter eftir að viðtalið kom út, Ólöf Tara er einmitt í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt ummæli sem Beggi lét falla í viðtalinu.

Í viðtalinu sagði Beggi að það væri ekki að gera drengjum gott að tala um að karlmenn séu hluti af kúgandi feðraveldi. „Það er ekki eins og þetta geri bara slæmt fyrir karlmenn, það sem gerist slæmt fyrir karlmenn gerir líka slæmt fyrir konur og alla sem búa í samfélaginu.“

Ólöf svarar þessari fullyrðingu og segir: „Feðraveldið heldur öllum niðri. Rannsóknir hafa sýnt það, en karlar eru á toppnum. Hvernig hefur það slæm áhrif á drengi? Hvaða tölfræði ertu með þér til stuðnings að það hafi afleiðingar fyrir ALLT samfélagið að tala um hverjir trjóna efst á toppi feðraveldis og græða á því?“

„Bakkaðu þessa fullyrðingu upp.“

Beggi sagði einnig í viðtalinu að það að tala um eitraða karlmennsku hefði ekki neitt gott upp á sig. „Mér finnst það hugtak bara ekki hjálpa neinum,“ sagði hann og Ólöf svarar því einnig: „Þú mætir bara i viðtal og segir mér finnst um viðurkennt hugtak, hugtak sem viðheldur ofbeldis og nauðgunarmenningu. Hugtak sem kemur í veg fyrir að kk sýni tilfinningar, sér til þess að þeir skammist sín ekki fyrir kynhneigð sína og svo framvegis… bakkaðu þessa fullyrðingu upp.“

Annað sem Ólöf svarar eru ummæli Begga um svokallaða „lyklaborðsstríðsmenn“ og „háværan minnihlutahóp á Twitter“ en Beggi sagðist fá gagnrýni frá þeim. „Þau eru að klífa upp mannorðsstigann með því að koma með ákveðna skoðun sem sýni fram á hversu göfug og flott manneskja þau eru í stað þess að fara þarna út og skapa sitt mannorð með hegðun yfir langan tíma. Sá hópur er hávær en hann er lítill,“ sagði Beggi.

Við því segir Ólöf: „Þú semsagt heldur því fram að fólk í framlínunni í baráttunni sé bara á Twitter? Viltu ekki bakka þetta upp líka, gætir byrjað á að skoða CV-ið hjá Öfgum og öllum þeim sem standa í framlínunni. Ps. Þú gerir ekkert annað en að taka allt úr samhengi sem baráttan stendur fyrir.“

Því næst svarar Ólöf ummælum Begga um að fólk sé að reyna að eyðileggja mannorðið sitt „með því að segja eitthvað slæmt“ um sig sem einstakling. „Þú ert búin að uppnefna okkur Mafíuna, háværan minnihlutahóp, lyklaborðsstríðsmenn því við gagnrýnum orðræðuna þína sem er á pari við JP og stundum AT,“ segir Ólöf við því en með JP og AT er hún án efa að tala um þá Jordan Peterson og Andrew Tate.

„Það er enginn að tala um þig persónulega,“ segir hún svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn