Graham Potter, stjóri Chelsea, segist vera að vinna erfiðasta starfið í boltanum í dag eftir að hafa tekið við fyrr á tímabilinu.
Potter hefur alls ekki náð að snúa gengi Chelsea við en hann tók við af Thomas Tuchel sem var rekinn.
Chelsea er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á í mikilli hættu á að missa af Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.
Potter segir að staðan sé erfið hjá félaginu eftir að eigandinn vinsæli Roman Abramovich neyddist til að selja félagið í fyrra og nú er Todd Boehly með öll völd í London.
,,Sama hvar þú ert þá er erfitt að taka við breytingum, við þurfum að taka við nýjum hlutum í dag,“ sagði Potter.
,,Ég tel að þetta sé erfiðasta starfið í fótboltanum í dag vegna breytingana og vegna þess sem er búist við af okkur. „