Nedum Onuoha fyrrum varnarmaður Manchester City, Sunderland og fleiri liða starfar fyrir ESPN á leikjum á Englandi.
Onuoha tók viðtal við Jurgen Klopp við stjóra Liverpool eftir leik liðanna gegn Wolves í enska bikarnum um helgina.
„Ég er ekki viss um að þú hafir spilað fótbolta,“ sagði Klopp við Onuoha þegar hann var að ræða við hann eftir 3-3 jafntefli gegn Wolves
Onuoha var í sex ár hjá Manchester City og lék tæplega 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni, hann færði sig svo yfir til Sunderland og fór þaðan til QPR.
Onuoha sem er 36 ára lagði svo skóna á hilluna árið 2020 eftir dvöl í Bandaríkjunum. Segja má að ferill hans sem leikmaður sé talsvert glæsilegri en ferill Klopp sem leikmanns
Ummæli Klopp vöktu mikla kátínu á meðal sérfræðinga ESPN eins og sjá má hér að neðan.
“I’m not sure if you’ve ever played football.” pic.twitter.com/4ieU2p36FY
— Dan Thomas (@DanThomasESPN) January 10, 2023