Fegurðardrottningin Hrafnhildur Haraldsdóttir tók þátt í undankeppni Miss Universe í New Orleans í Bandaríkjunum fyrir hönd Íslands í nótt.
Þetta er í 71 skipti sem keppnin er haldin og taka 80 lönd þátt í ár. Á laugardaginn verður úrslitakeppnin og þá verða kynntir þeir sextán keppendur sem komast áfram.
Hrafnhildur steig á svið í þremur mismunandi klæðum í nótt; kvöldkjól, sundfötum og svokölluðum þjóðbúningi, sem á ekki að rugla saman við hefðbundna íslenska þjóðbúninginn.
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri keppninnar hér á landi, segir í samtali við DV að hún sé mjög stolt af Hrafnhildi.
„Hún stóð sig bara algjörlega óaðfinnanlega, ég er svo stolt af henni og hvernig hún er búin að tækla þetta risa verkefni aðeins 18 ára gömul,“ segir hún.
Tími þegar Hrafnhildur stígur á svið:
Kynna nafn og land: 18:35
Sundfataatriði: 44:54
Kvöldkjóll: 1:36:22
Þjóðbúningaatriðið má sjá hér að neðan. Hrafnhildur stígur á svið 41:34.