Mörg rándýr nota skottið til að bæta fimi sína við veiðar. Fram að þessu hefur ekki verið vitað með fullri vissu hvort þetta á við um hunda.
Science Alert segir að alþjóðlegur hópur vísindamanna hafi rannsakað þetta og notað tilraunagögn, stærðfræðilíkön og herma. Niðurstaða þeirra er að skott hunda gegni mjög litlu hlutverki þegar kemur að því að halda jafnvægi.
Segja vísindamennirnir að þeir telji að hundar noti skottið í ððrum tilgangi en til að halda jafnvægi, til dæmis til samskipta og til að halda skordýrum frá sér.
Rannsóknin hefur verið birt á bioRxiv en hún hefur ekki verið ritrýnd.