Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Washington háskóla.
Rannsókn vísindamannanna byggðist á að á öllum árstíðunum frá 2015 til 2018 var svefnmynstur stúdenta við háskólann mælt sem og hversu mikilli birtu þeir voru í. Til þess var sérstakt mælitæki notað og voru stúdentarnir með það á úlnliðnum.
Mælingarnar sýndu að dægurrytmi stúdentanna og svefnmynstur breyttist í takt við hversu mikla náttúrulega birtu og gervibirtu þeir komust í snertingu við og hvenær dags það gerðist.
Horacio de la Iglesia, prófessor í líffræði, sagði að sá tímapunktur sem fólk sofnar á sé beintengdur við hvenær og hversu mikla birtu það kemst í snertingu við yfir daginn.