The Guardian segir að hann hafi játað ýmis kynferðisbrot, þar á meðal nauðgun, vörslu barnakláms og fyrir að eyðileggja mat með eiturefnum.
Hann á ekki möguleika á að fá reynslulausn. Kveðið er á um það í samningi hans við saksóknara eftir játningu hans. Saksóknari samdi við hann til að forða ungum fórnarlömbum hans frá því að koma fyrir dóm til að bera vitni.
Áður en hann var handtekinn árið 2019 hafði hann starfað í 17 ár sem lögreglumaður hjá lögreglunni í Livingstone, nærri höfuðborg Louisiana, Baton Rouge.
Hann og nú fyrrum eiginkona hans, Cynthia Perkins, voru handtekin 2019. Hún var dæmd í 41 árs fangelsi eftir að hafa játað hluta af þeim brotum sem hún var ákærð fyrir.
Þau voru bæði ákærð fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar, framleiðslu barnakláms og fleiri brot. Barn, yngra en 13 ára, var fórnarlamb þeirra í flestum þessara brota.