En nú segir fyrrum starfsmaður í Downingstræti 10, embættisbústað breska forsætisráðherrans, að í minnst einu af þessum samkvæmum hafi Johnson grínast með að þetta væri afbrigðilegt samkvæmi með mestu fjarlægðarmörkunum í landinu. Þetta fannst gestunum mjög fyndið að sögn.
Starfsmaðurinn sagði þetta í samtali við ITV.
„Ég vann fram eftir þetta kvöld. Tónlist var leikin, samtölin urðu sífellt háværari og fólki fjölgaði sífellt. Á einum tímapunkti heyrði ég forsætisráðherrann tala og þá heyrði ég hann segja: „Þetta er afbrigðilegasta samkvæmið með mestu fjarlægðarmörkunum í öllu landinu núna.“ Síðan hló hann,“ sagði starfsmaðurinn fyrrverandi.