fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Sagður hafa grínast með þetta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 20:00

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst þvertók Boris Johnson fyrir að hafa haldið ólögleg samkvæmi á meðan strangar sóttvarnaaðgerðir voru í gildi í Bretlandi. Síðar neyddist hann til að viðurkenna að hann hefði haldið samkvæmi þrátt fyrir að það væri bannað á þeim tíma. Hann bað reiða samlanda sína afsökunar en þegar upp var staðið varð þetta mál í bland við önnur til þess að hann hrökklaðist úr embætti.

En nú segir fyrrum starfsmaður í Downingstræti 10, embættisbústað breska forsætisráðherrans, að í minnst einu af þessum samkvæmum hafi Johnson grínast með að þetta væri afbrigðilegt samkvæmi með mestu fjarlægðarmörkunum í landinu. Þetta fannst gestunum mjög fyndið að sögn.

Starfsmaðurinn sagði þetta í samtali við ITV.

„Ég vann fram eftir þetta kvöld. Tónlist var leikin, samtölin urðu sífellt háværari og fólki fjölgaði sífellt. Á einum tímapunkti heyrði ég forsætisráðherrann tala og þá heyrði ég hann segja: „Þetta er afbrigðilegasta samkvæmið með mestu fjarlægðarmörkunum í öllu landinu núna.“ Síðan hló hann,“ sagði starfsmaðurinn fyrrverandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““