Nær allt hækkar en laun hækka ekki eða minna en nemur verðhækkununum. Fasteignaverð lækkar og vextir hækka. Þetta eru nánast daglegar fréttir víða um heim og því þarf ekki að koma á óvart að hækkun framfærslukostnaðar sé ein stærsta ógnin sem steðjar að heiminum um þessar mundir.
Í nýrri skýrslu, Global Risks Report 2023 frá World Economic Forum, kemur fram að afleiðingar efnhagserfiðleikanna hafi meiri áhrif á milljarða jarðarbúa en loftslagsbreytingarnar.
Fram kemur að framfærslukostnaðarkrísan sé mesta ógnin sem steðjar að á heimsvísu og verði svo fram til 2025.