fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Pútín tapar miklu dag hvern og fljótlega mun staðan versna enn frekar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 06:12

Vladimir Pútín mun að sögn ekki láta staðar numið við Úkraínu. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Vesturlöndum glíma margir við hátt orkuverð en það má rekja til refsiaðgerðanna gegn Rússlandi, að minnsta kosti að hluta. En Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, finnur einnig fyrir þessu.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá finnsku rannsóknarstofnuninni Center for Research on Energy and Clean Air (CREA) þá tapar Pútín sem svarar til um 25 milljarða íslenskra króna á dag vegna þess að G7-ríkin og ESB hafa sett verðþak á rússneska olíu.

CREA kemst að þeirri niðurstöðu að tekjur Rússa af útflutningi á orku hafi dregist saman um 17% í desember og hafi aldrei verið lægri í einum mánuði síðan Pútín fyrirskipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu.

Staðan mun síðan versna enn frekar fyrir Pútín því frá og með 5. febrúar tekur verðþak á unna rússneska olíu gildi. Segir CREA að það mun þýða tekjutap upp á sem svarar til tæplega 50 milljarða íslenskra króna á dag miðað við það sem fæst fyrir olíuna nú.

Bloomberg segir að nú þegar seljist rússnesk hráolía á hálfu markaðsverði vegna verðþaksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði