Í Breiðholti var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir um klukkan eitt í nótt. Lögreglan fann viðkomandi og reyndist hann vera eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu og verður færður fyrir dómara í dag.
Um klukkan hálf átta í gærkvöldi voru tveir handteknir í Hlíðahverfi vegna líkamsárásar og fíkniefnamisferlis. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir í dag.
Einn var handtekinn klukkan 17 grunaður um fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.