Manchester City er mjög óvænt úr leik í enska deildabikarnum eftir tap gegn Southampton í kvöld.
Englandsmeistararnir voru ekki með sitt sterkasta byrjunarlið í kvöld en þó spiluðu þónokkrar stjörnur í leiknum.
Leikmenn eins og Aymeric Laporte, Kyle Walker, Joao Cancelo, Jack Grealish og Phil Foden voru í byrjunarliði gestanna.
Það dugði ekki til sigurs gegn hetjulegri frammistöðu Southampton sem vann 2-0 og komu bæði mörk í fyrri hálfleik.
Nottingham Forest er einnig komið í undanúrslit eftir leik við Wolves á heimavelli sínum.
Willy Boly, fyrrum leikmaður Wolves, skoraði eina mark Forest í leiknum áður en Raul Jimenez jafnaði metin.
Viðureignin fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn höfðu betur, 4-3.
Southampton 2 – 0 Manchester City
1-0 Sekou Mara(’23)
2-0 Moussa Djenepo(’28)
Nott. Forest 1 – 1 Wolves (5-4 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Willy Boly(’18)
1-1 Raul Jimenez(’64)