Nýlega var talað um það að goðsögnin Steve Bruce væri hættur í þjálfun en hann þvertekur fyrir þær sögusagnir.
Bruce hefur verið án félags síðan í október í fyrra en hann var þá rekinn frá West Bromwich Albion.
Bruce ræddi við Sky Sports um stöðuna og harðneitaði því að hann væri hættur.
Um er að ræða 62 ára gamlan stjóra sem gerði garðinn frægan sem leikmaður og fyrirliði Manchester United.
Bruce hefur verið þjálfari frá árinu 1998 og hefur tekið við ófáum liðum í efstu deild.
Bruce var hjá Newcastle frá 2019 til 2021 og hefur einnig þjálfað lið á borð við Crystal Palace, Sunderland, Hull, Aston Villa og Sheffield Wednesday.