Íslenska karlalandsliðið er nú statt í Portúgal þar sem liðið leikur tvo vináttulandsleiki.
Sá fyrri var gegn Eistum á sunnudag og lauk honum 1-1. Þar skoraði Andri Lucas Guðjohnsen eina mark Íslands af vítapunktinum.
Ísland mætir svo Svíum í vináttuleik annað kvöld.
Íslenska liðið æfði í Portúgal í dag og var hljóðnemi settur á landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson.
Þetta er áhugaverð tilraun hjá KSÍ og hér að neðan má sjá sýnishorn. Þar má sjá Arnar slá á létta strengi.
Við settum hljóðnema á Arnar Þór Viðarsson þjálfara A landsliðs karla á æfingu. Hér er sýnishorn. ⚽️🇮🇸🎥 pic.twitter.com/mF9anEeiCV
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2023