fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Landsréttur vísaði faðernismáli frá dómi – Móðir sagði það lagt fram af eltihrelli til að eyðileggja hjónaband sitt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur vísaði í síðustu viku frá faðernismáli manns en áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gert það sama. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. 

Maðurinn krafðist þess að hann yrði dæmdur faðir barns konu að undangenginni erfðarannsókn. Því mótmælti konan og vildi meina að maðurinn væri með þráhyggju gagnvart sér og krafan, sem væri skáldskapur einn, væri sett fram til að valda henni sem mestum óþægindum. Markmiðið væri að eyðileggja hjónaband hennar og raunverulegs föður barnsins. Þá fullyrti konan að maðurinn hefði ásótt sig til fjölda ára og hefði sætt nálgunarbanni gegn henni.

Í greinargerð konunnar kemur fram að hún hafi verið í sambúð með barnsföður sínum og en upp úr samband þeirra hafi slitnað árið 2015. Þá hafi hún kynnst öðrum manni, þeim sem lagði fram kröfuna um faðernisrannsókn, það samband hafi runnið sitt skeið fyrir árslok 2015. Þá hafi hún tekið aftur upp þráðinn með núverandi eiginmanni sínum og þau getið barnið saman.  Aldrei hafi leikið vafi á því hver væri faðir barnsins enda segist konan aðeins hafa stundað kynlíf með barnsföður sínum á getnaðartímanum.

Lagði fram yfirlýsingar sjö meintra vitna

Sækjandi málsins hefur aðra sögu að segja og fullyrðir að hann og konan hafi tvívegis stundað óvarið kynlíf á tilteknum degi árið 2015 þar sem að hann telur að barnið hafi verið getið. Þá lagði hann fram yfirlýsingar sjö einstaklinga sem fullyrða að þeir hafi séð skilaboð frá konunni í lok árs 2015 þar sem sjá mátti sónarmynd af fóstri og orðsendingu um að sóknaraðilinn væri farðir barnsins. Að auki vildi hann meina að gögn sem sýndu fram á að hann hafi keypt buxur og farsíma handa konunni árið 2018 renndu st0ðum undir faðerniskröfu hans.

Fyrir dómi voru lögð fram tvær rannsóknir, annars vegar frá frá danska fyrirtækinu DNA-Forensics um að 99.9999 prósent líkur væru á því að eiginmaður hennar, sem er skráður faðir barnsins, væri blóðfaðir þess og hins vegar frá Íslenskri erfðagreiningu með sambærilegum niðurstöðum.

Var málinu því fleygt út af borði Landsréttar, rétt eins og í héraði.

Hér má lesa úrskurð Landsréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks