Aston Villa er að undirbúa 30 milljóna evra tilboð í Matteo Guendouzi frá Marseille. Þetta herma heimildir RMC Sport í Frakklandi.
L’Equipe sagði frá því fyrr í dag að félag í ensku úrvalsdeildinni hefði sett sig í samband við Geundouzi. Þar kom hins vegar fram að Marseille vissi ekki um hvaða félag væri að ræða.
Það var þó talið líklegt að það væri Villa og nú er útlit fyrir að það sé rétt.
Unai Emery hefur þegar sett sig í samband við miðjumanninn. Þeir eru miklir mátar eftir að hafa unnið saman þegar Spánverjinn var stjóri Arsenal.
Það er talið að Emery og Guendouzi séu ákveðnir í að vinna saman á nýjan leik.
Villa er til í að bjóða allt að 40 milljónir evra í kappann en munu byrja á 30 milljóna evra tilboði.
Guendouzi er 23 ára gamall. Hann er samningsbundinn Marseille til 2025.
Leikmaðurinn átti fína spretti inn á milli hjá Arsenal en var hegðun hans oft gagnrýnd. Mikel Arteta, sem tók við af Emery hjá Arsenal, hafði ekki áhuga á að vinna með leikmanninum.