Pierre-Emerick Aubameyang hefur fengið nóg hjá Chelsea og vill losna burt frá félaginu eftir rúma fjóra mánuði.
Framherjinn frá Gabon kom frá Barcelona í ágúst en Thomas Tuchel keypti hann til félagsins.
Tuchel var rekinn úr starfi nokkrum dögum eftir að Aubameyang kom og Graham Potter tók við.
Potter hefur ekki mikið álit á Aubameyang sem var á dögunum settur inn sem varamaður og kippt af velli í sama leiknum.
Lið á Spáni hafa áhuga á Aubameyang en framherjinn frá Gabon veit að spilatími hans verður lítill eftir komu Joao Felix í dag.