Yfirlýsing Arsenal sem boðar breytta tíma á Emirates vellinum frá klukkan 18:00 á breskum tíma í dag.
Óvíst er hvaða breytingar Arsenal boðar en stuðningsmenn félagsins láta sig dreyma um nýjan leikmann.
Félagið hefur undanfarnar vikur reynt að kaupa Mykhailo Mudryk frá Shaktar.
Margir telja þó að félagið muni afhjúpa nýja styttu af hetju úr sögu félagsins en ekkert er gefið.
Tilkynning Arsenal er dulúðleg en hana má sjá hér að neðan.
A new era for Emirates Stadium.
6pm (UK time). pic.twitter.com/L90Bc5Npy0
— Arsenal (@Arsenal) January 11, 2023