Liverpool er eitt þeirra liða sem hefur gríðarlegan áhuga á því að krækja í Jude Bellingham miðjumann Borussia Dortmund.
Bellingham verður til sölu í sumar og vill sjálfur fara frá Dortmund.
Real Madrid hefur mikinn áhuga á Bellingham en spænskir miðlar segja að Liverpool beit hálf óheiðarlegum aðferðum í að sannfæra Bellingham.
Samkvæmt fréttum frá Spáni er Liverpool að bjóða föður Bellingham að starfa sem njósnari fyrir félagið. Þá er það sagt skoða það að kaupa yngri bróðir hans, Jobe frá Birmingham.
Samkvæmt Nacional á Spáni er það svo hluti af söluræðu Liverpool að hann eigi auðveldara með að fá sæti í byrjunarliði Liverpool frekar en Real Madrid.