fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Tvö burðardýr fá þunga dóma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allþungir fangelsisdómar hafa á undanförnum dögum verið kveðnir upp yfir tveimur mönnum sem virðast hafa flutt mikið magn af kókaíni til landsins gegn greiðslu.

Annar maðurinn er frá Gana en hann kom til landsins miðvikudaginn 2. nóvember 2022 með rétt rúmt kíló af kókaíni innvortis. Efnin flutti hann frá Frankfurt í Þýskalandi.

Maðurinn játaði brotið án undandráttar. Í dómnum segir:

„Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna en þó virðist sem hann hafi samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar sem og skýlausrar játningar ákærða á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að ákærði flutti talsvert magn af sterku kókaíni til landsins ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.“

Þrátt fyrir það sem manninum er virt til refsilækkunar var hann dæmdur í 17 mánaða fangelsi, tæplega eitt og hálft ár.

Dóminn má lesa hér

Hinn maðurinn er hollenskur og kom hingað til lands þann 10. nóvember með tæplega 900 grömm af kókaíni innvortis. Maðurinn var að koma frá Brussel í Belgíu.

Rétt eins og Gana-maðurinn játaði sá hollenski sök án undanbragða. Í hans tilviki er einnig álitið að hann eigi ekki fíkniefnin og hafi flutt þau fyrir annan aðila til landsins gegn greiðslu. Var hann dæmdur í 14 mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér

Báðir mennirnir þurfa að borga málskostnað, hvor upp á tæpar tvær milljónir. Inni í því er kostnaður vegna magngreiningar, matsgerðar rannsóknarstofu Háskóla Íslands og þóknun skipaðs verjanda á rannsóknarstigi málsins og fyrir dómi. Einnig þarf að greiða fyrir aksturskostnað verjanda.

Báðir dómarnir voru kveðnir upp við Héraðsdóm Reykjaness.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg