Áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ingibjörg Eyfjörð, einnig þekkt sem Gothfjörð, sagði skilið við Instagram-síðuna sína og stofnaði nýja í von um meiri athygli og virkari þátttöku fylgjenda.
Við ræddum við Ingibjörgu á þessum tímamótum og spurðum nánar út í ástæðuna, en hún var komin með á sjötta þúsund fylgjendur á gamla reikningnum.
„Fyrir utan það hvað ég og efnið mitt hefur breyst mikið í gegnum árin, svo ég tengi rosalega lítið við gamla aðganginn, þá hefur Instagram breyst alveg ótrúlega mikið og ekki til hins góða endilega. Á gamla reikningnum mínum hafði ég fengið allskyns tilkynningar og annað á myndirnar mínar sem sjálfkrafa dregur þig niður, það er Instagram sýnir viljandi færra fólki það efni sem þú gefur út og maður er í hálfgerðum skammarkrók sem er virkilega erfitt að losna úr. Það var hreinlega auðveldara að stofna nýjan aðgang og í rauninni byrja uppá nýtt heldur en að reyna að laga hinn,“ segir hún.
View this post on Instagram
„Svo er óvæntur kostur sá að þá sigtar maður út alla óvirku fylgjendurna sem eru ekki að bregðast (e. interact) við efnið manns. Ég er að sjá næstum jafn háar tölur núna og ég gerði á gamla reikningnum því fylgjendafjöldi segir rosalega lítið í stóra samhenginu, þetta snýst allt um hvort það sé virk þátttaka (e. engagement) á það efni sem þú gefur út.“
Ingibjörg segir að henni finnst ekki erfitt að byrja upp á nýtt, heldur sé rosalega gott að breyta til.
„Ég er ekki búin að loka gamla aðganginum ennþá og þó ég noti hann ekki verð ég næstu vikur dugleg að minna á hvert ég færði mig þar til ég loka aðganginum alveg, það er í rauninni það eina sem ég er að gera.
View this post on Instagram
Hefur verið á samfélagsmiðlum í 7 ár
Ingibjörg hefur lengi verið viðriðin við samfélagsmiðla. Hún byrjaði að blogga á Öskubuska.is sumarið 2016. Á þeim árum voru bloggsíður, sérstaklega mömmubloggsíður, mjög vinsælar.
„Ég byrjaði að blogga stuttu eftir fæðingu yngra barnsins míns sumarið 2016 og bloggaði hjá Öskubusku þar til kannski 2019, ég hreinlega man ekki alveg hvenær ég hætti. Síðan þá hef ég verið á Instagram undir mínu nafni og ekkert tengd mömmu bloggum eða öðrum svipuðum hópum. Sumarið 2021 breytti ég svo öllum mínum miðlum í Gothfjord og nota það núna eingöngu. Nýi Instagram reikningurinn heitir reyndar @definitelynotgothfjord þar til ég loka hinum alveg. Mér fannst ég rosa fyndin að reyna að fela mig frá algorithmanum.“
View this post on Instagram
Aðspurð hvort nærvera á Instagram skipti máli fyrir OnlyFans, þá tengt markaðssetningu og öðru, svarar Ingibjörg játandi.
„Fyrir mig allavegana já, ég var með ágætan fylgjendahóp á Instagram þegar ég byrjaði sem hjálpaði mér og veit að önnur sem nota OF treysta mjög mikið á Instagram og aðra svipaða miðla fyrir markaðssetningu. Ég hef samt ekki lagt mikið í að markaðssetja mig annarsstaðar ennþá allavegana.“