fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Kynsvall lögreglufólks dregur dilk á eftir sér – Þríleikur, pottapartý og tunguleikfimi á vinnutíma

Pressan
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil lögreglustöð í borginni La Vergne í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli vegna frétta af meintu kynsvalli hjá lögreglufólks á stöðinni. Lögreglukonan Maegan Hall er sögð hafa átt í kynferðislegu sambandi með sex samstarfsmönnum sínum. Kynsvallið á að hafa átt sér stað á heimilum, hótelum, báti, en einnig á lögreglustöðinni sjálfri.

Hall og lögreglumennirnir eru meðal annars sögð hafa sent kynferðislegar myndir sín á milli, Hall á að hafa farið úr að ofan í heitum potti í partýi og auk þess veitt tveimur lögreglumönnum munnmök á lögreglustöðinni. Þá er Hall sögð hafa montað sig af stærðinni á kynfærum eins samstarfsmanns síns en hún á að hafa haldið því fram að vera í opnu sambandi með eiginmanni sínum.

Maegan Hall – Mynd: La Vergne PD

Það er óhætt að segja að kynsvallið hafi dregið dilk á eftir sér því síðan upp komst um það hefur Hall verið rekin úr starfi sínu. Þá var liðþjálfunum Lewis Powell og Ty McGowan, lögregluþjóninum Juan Lugo og rannsóknarlögreglumannium Seneca Shields einnig vikið úr starfi. Tveir aðrir lögreglumenn sem eiga að hafa átt í kynferðislegu sambandi með Hall, þeir Patrick Magliocco og Larry Holladay, fengu að halda starfi sínu en voru þó settir í leyfi.

Ábending til borgarstjóra opnaði málið

New York Post greinir frá málinu en þar er fjallað ítarlega um kynsvallið og afleiðingar þess. Þar er til dæmis greint frá því að Hall er ásökuð um að hafa veitt þeim Powell og Shields munnmök í lögreglustöðinni og í líkamsrækt lögreglunnar á meðan þau voru á vakt.

Seneca Shields – Mynd: La Vergne PD

Í greininni er vísað í skýrslu um málið sem gerð var innanhúss vegna málsins. Ákveðið var að gera skýrsluna og yfirheyra lögreglumennina eftir að borgarstjórinn í La Vergne, Jason Cole, fékk ábendingu um að Hall væri að sofa hjá öðrum lögreglumönnum. Í ábendingunni kom einnig fram að Hall hafi sofið hjá Magliocco og hefði eiginkona hans tekið þátt í bólförunum.

Trekantur og ósáttur eiginmaður

Þegar Magliocco var spurður út í þessa ábendingu viðurkenndi hann að hafa stundað kynlíf með Hall mörgum sinnum. Magliocco sagði að Hall hefði dásamað lim Powell og að hún hafi veitt honum munnmök á meðan þau voru bæði á vakt. Þá sagði Magliocco einnig að hann hefði séð Hall og Holladay kyssast á meðan þau voru í partýi.

Einnig sagði Magliocco að Hall hefði kysst eiginkonu sína, Amy Magliocco, eftir að hún komst að því að þau væru í opnu sambandi en sem fyrr segir hafði Hall haldið því fram að hún og eiginmaður sinn væru einnig í slíku sambandi.

Það virðist þó ekki hafa verið sannleikanum samkvæmt því eiginmaður Hall var ekki ýkja hrifin af þessu öllu saman og sérstaklega misboðið þríleikur eiginkonunnar með Magliocco-hjónununm.

Neituðu fyrst en játuðu svo

Þegar Powell var spurður út í málið þá þvertók hann fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi með Hall. Powell sagði þó að „allir vissu“ að hún ætti í sambandi við marga samstarfsmenn sína og nefndi Holladay og McGowan sem dæmi. Síðar kom á daginn að Powell hafði logið, hann hafi í raun og veru stundað kynlíf með samstarfskonu sinni á meðan þau voru á vakt saman.

Powell játaði þá að hafa þegið munnmökin en bætti því við að eiginkonan hans hefði barið sig í kjölfar þess sem hún komst að framhjáhaldinu. Powell sagði einnig að hann myndi „að öllum líkindum“ missa forræði yfir börnunum sínum því konan hans komst að sviksemi hans.

Lewis Powell – Mynd: La Vergne PD

Holladay viðurkenndi ennfremur að hafa oft stundað kynlíf með Hall þegar hann var yfirheyrður vegna málsins. McGowan sagði í sinni yfirheyrslu að hann hefði farið heim til Hall ásamt annarrri konu og sýnt á sér kynfærin.

Hall neitaði upphaflega að hafa átt í kynferðislegu sambandi með Powell og Magliocco. Síðar viðurkenndi hún svo að hafa stundað kynlíf með þeim sem og enn öðrum lögreglumanni, Lugo að nafni,  en þau fóru saman á vegahótel  eftir að hafa hist við Go Kart kappakstursbraut. Lugo neitaði upphaflega að hafa stundað kynlíf með henni en síðar játaði hann að hafa gert það.

Shields neitaði einnig að hafa stundað kynlíf með Hall en játaði svo síðar að hafa þegið munnmök frá henni á meðan hann var á vakt.

Larry Holladay – Mynd: La Vergne PD

Hafði áhyggjur af geðheilsu og drykkju Hall

Magliocco sagði í sinni yfirheyrslu að hann hafi haft áhyggjur af geðheilsu Hall og mikilli drykkju hennar. Hann sagði hana einu sinni hafa tekið í gikkinn á óhlaðinni byssu sem hún miðaði á höfuð sitt „svo hún gæti heyrt hvernig það hljómaði.“

Í skýrslunni er mikið fjallað um partý sem lögreglumennirnir héldu í tengslum við Memorial Day, sem haldinn er hátíðlegur í Bandaríkjunum síðasta mánudag í maí á hverju ári. Í partýinu er Magliocco sagður hafa hellt vodka upp í Hall sem þegar var undir miklum áhrifum áfengis. Um það leyti hafi hún farið úr að ofan en þá komu aðrir lögreglumenn henni til hjálpar, héldu henni frá áfenginu og klæddu hana aftur í föt.

„Móðgandi, óviðeigandi og getur leitt til fjandsamlegs vinnuumhverfis“

Andrew Patton, mannauðsstjórinn sem rannsakaði málið, refsaði lögreglumönnunum átta fyrir þó nokkur mismunandi brot í starfi. Þeim var refsað fyrir að stunda kynlíf á vakt, kynferðislega áreitni, óviðeigandi hegðun í starfi og fyrir að ljúga við rannsókn málsins.

Þá kom einnig fram í skýrslunni að Hall og lögreglumennirnir höfðu deilt klúrum skilaboðum sín á milli sem og kynferðislegum myndum af sjálfum sér. „Klám og óviðeigandi myndir á vinnustaðnum eru dæmi um kynferðislega áreitni. Þetta er móðgandi, óviðeigandi og getur leitt til fjandsamlegs vinnuumhverfis fyrir annað starfsfólk,“ segir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana