Rak upp ljónsöskur eftir mark Danny Welbeck – Birtist á þekktri erlendri fótboltavefsíðu
Viðbrögð íþróttafréttamannsins Ríkharðs Óskars Guðnasonar, gjarnan þekktur sem Rikki G, eftir að Danny Welbeck skoraði í leik Arsenal og Leicester hefur vakið mikla athygli, bæði hér á landi og erlendis.
Nú hefur viðbrögðum Rikka verið bætt við undirleik af kröftugu rokklagi og fangaði útkoman athygli fréttamanna hjá 101greatgoals.com, einni þekktustu fótboltavefsíðu heims.
Fyrirsögn fréttar 101greatgoals er: „Icelandic commentary for Danny Welbeck Arsenal winner v Leicester gets own song (Video)“ sem mætti þýða:
„Viðbrögð hjá íslenskum lýsir af marki Danny Welbeck, þegar Arsenal sigrar Leicester verður að lagi (myndband)“
Myndbandið gerði Ingi Ingason og var það birt á Youtube á laugardaginn. Í morgun var það svo birt á 101greatgoals en þar segir að viðbrögð Rikka hafi vakið mikla athygli á samfélagmiðlum.
DV fjallaði um viðbrögð Rikka skömmu eftir leik Arsenal og Leicester og rataði sú frétt meðal annars á Facebook-síðu Arseblog, einn vinsælasta Facebook-síða aðdáenda Arsenals.
Sjá einnig: Rikki G gjörsamlega tapaði sér í lýsingu: Sjáðu myndband